Við svörum á 9 mánuðum, aðrar þjóðir á 70 dögum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Mynd/Eggert Jóhannesson

„Við höfum verið að svara umsóknum hælisleitenda á um níu mánuðum, á meðan aðrar þjóðir reyna að miða við 70 daga. Málsmeðferðartíminn veldur umsækjendunum óþægindum og óvissu og okkur miklum kostnaði,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, en ráðuneytið sendi nýverið út bréf á öll sveitarfélög á landinu þar sem óskað var eftir samstarfi við það verkefni að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda. 

Verkefni sveitarfélaganna yrði að útvega hælisleitendum húsnæði, að útvega félagslega þjónustu og að annast greiðslu dagpeninga á meðan þeir bíða eftir úrskurði.

Bolungarvík ætlar að kanna málið

Engin formleg viðbrögð hafa komið ennþá að sögn Hönnu, en í Bolungarvík var málið tekið fyrir hjá bæjarráði eins og Mbl.is greindi frá. „Við erum að vinna núna mjög markvisst út frá minnisblaðinu sem lagt var fram á ríkisstjórnarfundi fyrr í sumar að því að finna leiðir til að tryggja það að þeir sem hingað koma fái hraðari meðferð. Við erum að reyna að fá sveitarfélögin til liðs við okkur í þessum málaflokki. Reykjanesbær hefur haft stóru hlutverki að gegna og við erum í samningaviðræðum við Reykjavík um mögulega aðkomu þeirra að málaflokknum,“ segir Hanna og bendir á að útgjaldaliður vegna hælisleitenda hafi undanfarin ár ítrekað farið fram úr fjárheimildum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert