Allri áhöfn Kleifabergsins sagt upp

Kleifarberginu verður nú lagt.
Kleifarberginu verður nú lagt. Af vef Brims

Allri áhöfn Kleifabergsins, skips Brims hf. hefur verið sagt upp störfum. Um fimmtíu manns eru í áhöfninni og er helmingur á sjó í einu. Stefnt er að því að ráða sem flesta aftur til starfa hjá öðrum skipum fyrirtækisins.

Kleifabergið er 40 ára gamalt skip og fer nú í úreldingu. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður hjá Brimi, segir að skipið hafi reynst vel en það hefur verið í eigu Brims í um sex ár. Nú sé hins vegar tímabært að leggja því.

Sjómenn eru ráðnir á skip, ekki til útgerðar, minnir Guðmundur á. Því þurfi að gera nýja ráðningarsamninga við þá sem ráðnir verða á önnur skip Brims.

Í haust er stefnt að því að nýr frystitogari Brims, Skálaberg, hefji veiðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert