Semja um IPA í haust

Evrópusambandið hefur skrúfað fyrir IPA-styrkina svokölluðu.
Evrópusambandið hefur skrúfað fyrir IPA-styrkina svokölluðu. mbl.is/afp

Samið verður um framhald þeirra verkefna sem byggja á svonefndum IPA-styrkjum ESB og eru þegar hafin, í september næstkomandi.

Þetta segir Margrét Gísladóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hún tekur fram að ef ekki hafi verið ritað undir samning um verkefni falli styrkirnir niður.

„Þau eru sem sagt stopp og það verður líklegast ekki samið neitt meir um það,“ segir Margrét og bætir við: „Íslensk stjórnvöld höfðu lagt áherslu á við framkvæmdastjórn ESB að af okkar hálfu myndum við vilja standa við öll þau verkefni sem séu tilbúin til undirritunar að fullu en svo neitar ESB því á grundvelli þess að IPA-styrkir eru hugsaðir til landa sem eru í aðildarferli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert