Fleiri banaslys í ár en allt árið í fyrra

Vettvangur slyssins á Suðurlandsvegi á laugardag frá Hádegismóum séð.
Vettvangur slyssins á Suðurlandsvegi á laugardag frá Hádegismóum séð. mbl.is/Gunnar Dofri

Fleiri banaslys hafa orðið í umferðinni það sem af er ári en allt síðasta ár. „Í fyrra létust níu manns í umferðarslysum en nú hafa tíu látist það sem af er ári,“ segir Einar Magnús Magnússon, kynningarstjóri Samgöngustofu.

„Til samanburðar létust sjö manns árið 2010. Í síðustu viku létust fjórir í þremur slysum. Þetta eru skuggalegar tölur. Ástæða slysanna liggur ekki fyrir en það verður að velta hverjum steini til þess að komast að því hvað það er sem mögulega skerðir athygli ökumannanna með einum eða öðrum hætti. Þegar niðurstöður rannsókna liggja fyrir er hægt að reyna að fyrirbyggja að slysin verði fleiri,“ segir Einar Magnús í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert