„Enginn veit ennþá hverju var lofað“

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Alþingi.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á flokkráðsfundi flokksins í dag. Sagði hún að þrátt fyrir að kosningabaráttan hefði meira og minna snúist um stöðu heimilanna og skuldaniðurfellingu hefði nefnd sem fjalla ætti um skuldamál enn ekki verið skipuð.

Hún sagði kosningaloforð Framsóknar um skuldaniðurfellingu enn á huldu. „Nánast öll kosningabaráttan snerist um óútfærðar hugmyndir Framsóknarflokksins um almenna skuldaniðurfellingu,“ sagði Katrín. „Enginn veit í raun ennþá hverju var lofað og óvissan ágerist með hverjum deginum sem líður.“ Þá sagði Katrín einnig að ýmis önnur mál fengið meiri athygli á sumarþingi, svo sem lækkun sérstaks veiðigjalds, Ríkisútvarpið og lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.

Katrín gagnrýndi einnig hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að breyta nýrri rammaáætlun og taka Norðlingaölduveitu úr verndarflokki.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert