Hjartað í Vatnsmýrinni

Friðrik Pálsson, hótelhaldari, og Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri, eru formenn …
Friðrik Pálsson, hótelhaldari, og Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri, eru formenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagið Hjartað í Vatnsmýri hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri.

Undirskriftir verða afhentar borgarstjórn áður en frestur til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi rennur út þann 20. september. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýri.

„Flugvöllurinn í Vatnsmýri er hjartað sem slær allan sólahringinn árið um kring. Þangað koma og fara slasaðir á bráðamóttöku, sjúkir á sjúkrahús, starfsmenn á fundi, vörur til fyrirtækja, embættismenn í stjórnsýslu, ferðamenn í ferðaþjónustu, nemendur til náms, auk þess sem völlurinn er hjartað í flugsögu Íslendinga aftur til ársins 1919,“ samkvæmt því sem fram kemur á vef félagsins.

Auk vefsíðunnar verða undirskriftalistar aðgengilegir um allt land, jafnframt því sem miklir hagsmunir landsmanna allra af óbreyttri flugstarfsemi  í Vatnsmýri verða kynntir víða um land með áberandi hætti á næstunni,“ samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert