50.000 undirskriftir hafa safnast

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú hafa rúmlega 50 þúsund undirskriftir safnast til stuðnings því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni en söfnunin hófst á vefsíðunni Lending.is fyrir rúmri viku. Þar segir meðal annars um hana:

„Flugvöllurinn í Vatnsmýri er hjartað sem slær allan sólarhringinn árið um kring. Þangað koma og fara slasaðir á bráðamóttöku, sjúkir á sjúkrahús, starfsmenn á fundi, vörur til fyrirtækja, embættismenn í stjórnsýslu, ferðamenn í ferðaþjónustu, nemendur til náms, auk þess sem völlurinn er hjartað í flugsögu Íslendinga aftur til ársins 1919.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert