Reykjavíkurflugvöllur

Ráðherra opni neyðarbrautina á ný

24.2. Þingflokkur framsóknarmanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ráðherra samgöngumála verði falið að sjá til þess að svonefnd neyðarbraut á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð á ný svo fljótt sem verða megi. Meira »

Vilja að flugbraut verði opnuð á ný

19.1. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hvetur borgarstjórn Reykjavíkur eindregið til að opna tafarlaust aftur NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, svokallaða neyðarbraut, meðan ekki hefur fundist önnur viðunandi lausn. Meira »

Ráðherra á sömu blaðsíðu og borgarstjórn

12.1. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að það virðist vera sem samgönguráðherra sé á sömu blaðsíðu og meirihluti borgarstjórnar hvað varðar flugvöllinn í Reykjavík. Meira »

Neyðarbrautin verði opnuð á ný

5.1. Bæjarráð Akureyrarbæjar krefst þess að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á nýjan leik þar til önnur og jafngóð lausn finnst. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi ráðsins í morgun. Meira »

Sjúkraflug komst ekki til Reykjavíkur

28.12. Sjúkraflugvél með sjúkling frá Höfn í Hornafirði gat ekki lent á Reykjavíkurflugvelli þar sem neyðarflugbraut 24 er lokuð fyrir flugumferð og þurfti því að fljúga með hann á sjúkrahúsið á Akureyri. Meira »

Yfirvöld brugðust

22.11. „Nú þegar vetur er genginn í garð eru framkvæmdir við opnun brautarinnar ekki í sjónmáli og er því runninn upp sá tími að ekki er hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt. Með tilliti til sjúkraflugs er það grafalvarleg staða. Hvað þetta tiltekna flugöryggismál varðar, hafa yfirvöld brugðist.“ Meira »

Vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri

9.11. Viðhörfskönnun leiðir í ljós að meirihluti aðspurðra, eða 59%, vill að flugstarfsemi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 27% vildu flytja starfsemina annað en 14% voru hlutlaus. Meira »

Fundi um flug frestað vegna veðurs

5.10. Fresta verður fundi, sem halda átti klukkan 17 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, um framtíð Reykjavíkurflugvallar, þar sem ekki verður flogið norður vegna stormviðvörunar. Meira »

Innanlandsflug í Keflavík myndi skila miklu

9.9. Forsvarsmenn ferðamála í Finnlandi, Noregi og Danmörku segja það skipta miklu máli að ferðamenn geti flogið út á land beint frá aðalflugvöllum landanna. Sá kostur er hins vegar ekki í boði fyrir ferðafólk á Íslandi. Meira »

Flugvallarmálið upp úr skotgröfum

2.9. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að bréf innanríkisráðherra til sín í vikunni sé fyrsta bréfið sem ríkið sendi borginni til að eiga í formlegum viðræðum um flugvöllinn. Segir hann það því sæta tíðindum. Segist hann telja bréf ráðherra jákvætt. Meira »

„Verðmiðinn er kominn“

31.8. „Ég er mjög undrandi á því hvernig þetta mál hefur spilast,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um Reykjavíkurflugvöll og sölu á landi ríkisins í Skerjafirði í Reykjavík. Ef annað gangi ekki telur hún rétt að taka landið eignarnámi. Meira »

Vilja aðkomu þjóðar að flugvallarmáli

30.8. Á þriðja tug þingmanna eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Meira »

Segir rök ráðherra ekki standast

30.8. Röksemd fjármálaráðherra um að áratugalöng stjórnskipunarvenja liggi til þess að ríkið megi afsala fasteignum á grundvelli fjárlagaheimildar fær ekki staðist. Meira »

Fjárlög dugi ekki til

24.8. Hafi sala ríkisins á landi við suðvesturenda flugbrautar Reykjavíkurflugvallar ekki verið heimiluð í almennum lögum, er hún óheimil. Meira »

Skýrir frá sölu landsins

23.8. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi í dag þar sem skýrt verður frá þeim lagaheimildum sem stuðst var við við sölu á landi í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar, sem losnaði við lokun neyðarbrautarinnar svonefndu á Reykjavíkurflugvelli. Meira »

Óvissa um nýja flugstöð

20.1. Ekkert er því til fyrirstöðu að sótt verði um byggingarleyfi fyrir nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt deiliskipulagi sem tók gildi um mitt ár 2016. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Harma lokun flugbrautarinnar

13.1. Sveitarstjórn Langanesbyggðar harmar eindregið ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um lokun suðvesturbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svonefndri neyðarbraut. Segir í ályktun sveitastjórnarinnar að ákvörðunin um lokunina mun hafa grafalvarlegar afleiðingar. Meira »

Vill uppbyggingu á flugvellinum

12.1. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, segir að það standi ekki til að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg svo að flugvöllurinn í Vatsmýrinni hverfi ekki þaðan. Hann segir að samkomulag þurfi að nást við borgina. Meira »

Vill opna hliðstæða flugbraut í Keflavík

30.12. Innanríkisráðuneytið skoðar nú möguleikann á opnun sérstakrar neyðarbrautar á Keflavíkurflugvelli. Skýr vilji er af hendi ráðherra fyrir því að sú flugbraut verði opnuð í stað suðvesturbrautarinnar sem var lokað á Reykjavíkurflugvelli í sumar. Meira »

Hefði verið hægt að nota NA/SV-brautina

20.12. Hægt hefði verið að nota eina flugbraut á Reykjavíkurflugvelli núna í dag þótt völlurinn sé að öðru leyti lokaður vegna hliðarvinda. Sú braut er NA/SV-brautin sem snýr upp í vindinn en henni hefur nú verið lokað Meira »

Áhyggjur af sjúkrafluginu

21.11. Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, lenti á Reykjavíkurflugvelli með veikan sjúkling á þriðjudagsmorgun í þeim hámarksvindi sem vélar flugfélagsins leyfa. Meira »

Vill heimila eignarnám við flugvöllinn

12.10. Höskuld­ur Þór­halls­son, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp um að Reykjavíkurflugvöllur skuli starfræktur í Vatnsmýri í Reykjavík. Þá verði ráðherra veitt heimild til að taka eignarnámi land sem nauðsynlegt sé til að framkvæma lögin. Meira »

Skoða nýja neyðarbraut

1.10. Það er mat Isavia að kostnaður við að opna flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli sé að lágmarki 280 milljónir króna.  Meira »

Ríki og borg hefji viðræður sem fyrst

8.9. Á borgarráðsfundi í morgun var lagt fram bréf innanríkisráðherra til borgarstjóra þar sem óskað er eftir því að ríkið og Reykjavíkurborg hefji sem fyrst formlegar viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Riftun samnings yrði umskipti

1.9. „Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar flugsamgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Meira »

Degi boðið á opinn fund á Akureyri

31.8. Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, verður formlega boðið að mæta á opinn fund á Akureyri um málefni Reykjavíkurflugvallar á fundi bæjarráðs Akureyrar á morgun. Meira »

Flugvöllurinn ekki á förum strax

30.8. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skrifað Degi B. Eggertssyni borgarstjóra bréf þar sem fram kemur að ganga verði út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði á sínum stað um lengri tíma en til 2022. Meira »

Salan á flugvallarsvæði var heimil

26.8. Fyrirhugað var að færa flugvallargirðingu við Reykjavíkurflugvöll nær flugbrautunum og í því ljósi var rétt hjá ríki og borg að orða samning sinn frá 2013 um uppbyggingu við Skerjafjörð þannig að ríkið myndi selja land utan flugvallargirðingu til borgarinnar. Meira »

Málið reifað á ríkisstjórnarfundi

23.8. Ekki var lagt fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem greina átti frá þeim lagaheimildum sem stuðst var við við sölu á landi í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar. Málið var reifað á fundinum og verður það skoðað áfram næstu daga. Meira »

Þjóðaratkvæði um flugvöll

18.8. Á næstu dögum verður lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu. Stefnt er að því að atkvæðagreiðslan fari fram á næstu mánuðum. Meira »