Þáði brauð frá Birgittu

Lambinu þykir gott að fá brauðsneið að éta.
Lambinu þykir gott að fá brauðsneið að éta. Ljósmynd/Birgitta Lúðvíksdóttir

Birgitta Lúðvíksdóttir, sauðfjárbóndi á Möðruvöllum í Hörgársveit, á spakt fé sem tekur vel á móti henni þegar hún heimsækir það yfir sumarið. Kindurnar fá gjarnan brauðsneiðar í þessum heimsóknum sem þeim þykir hinn besti matur.

Í vor missti ein af kindum Birgittu bæði lömbin og fékk hún þá tvö lömb af næsta bæ til að venja undir. Það gekk ljómandi vel. Kindurnar hennar hafa verið í Hörgárdal í sumar. Lömbin eru mjög gæf og koma á móti Birgittu þegar hún skreppur í göngutúrar upp fyrir Möðruvelli til að líta á sauðfé.

Birgitta sagði í samtali við mbl.is að lömbin væru mjög væn og litu vel út. Smalamennskur hefjast almennt í sveitum í fyrrihluta septembermánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert