Óskar meðal bestu smásagnahöfunda Evrópu

Óskar Magnússon útgefandi
Óskar Magnússon útgefandi mbl.is/Árni Sæberg

Bandaríska bókaforlagið Dalkey Archive Press hefur valið smásögu eftir Óskar Magnússon, rithöfund og útgefanda Morgunblaðsins, til birtingar í bókinni Best European Fiction 2014. Bókaforlagið hefur samið við Óskar um birtingu sögunnar Dr. Amplatz, sem gefin var út í smásagnasafni hans, Ég sé ekkert svona gleraugnalaus.

Ritstjóri bókarinnar er Aleksandar Hemon, höfundur bókanna The Question of Bruno, Nowhere Man og The Lazarus Project.

Þrír íslenskir höfundar hafa áður verið valdir í þessa bók, sem er sýnisbók evrópskra skáldsagna og hefur komið út árlega frá árinu 2010. Árið 2010 átti Steinar Bragi sögu í bókinni, árið 2011 Kristín Eiríksdóttir og árið 2012 Gerður Kristný. Enginn Íslendingur var í bókinni í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Heimir Lárusson Fjeldsted: Rós
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert