Brátt opnað fyrir umsóknir í Skarðshlíð

Hægt verður að kynna sér lóðarmöguleika í Skarðshlíð á laugardag …
Hægt verður að kynna sér lóðarmöguleika í Skarðshlíð á laugardag milli kl. 11 og 16 í anddyri Ásvallalaugar. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar kynna hverfið og svara yrirspurnum.

Opnað verður fyrir umsóknir um lóðir í Skarðshlíð í Hafnarfirði nk. laugardag. Um er að ræða 30 hektara svæði sem liggur liggur upp að hlíðinni sunnan og vestan í Ásfjalli og eru lóðirnar við Hádegisskarð, Drangsskarð, Bjargsskarð, Bergsskarð, Vikurskarð og Glimmerskarð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

„Skarðshlíðin hefur í raun upp á allt að bjóða. Örstutt er í ósnortna náttúruna, Ásfjall, Ástjörn, Hvaleyrarvatn, Helgafell, Bláfjöll, gönguleiðirnar eru einhverjar þær fallegustu á höfuðborgarsvæðinu og öll þjónusta er til staðar í hverfinu. Þetta er sannkölluð náttúruperla á frábærum stað,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, í tilkynningunni. 

Nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert