Sekt fyrir að slá eign sinni á síma

iPhone 4S
iPhone 4S AFP

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt ungan karlmann til að greiða 60 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár. Maðurinn sló eign sinni á farsíma sem hann fann og tók til notkunar sem sína eign.

Maðurinn ungi fann farsíma að gerðinni iPhone 4S í Hafnarstræti á Akureyri í lok maí 2013. Hann hóf að nota símann sjálfur en það uppgötvaðist og var maðurinn kærður og í kjölfarið ákærður.

Hann viðurkenndi fyrir dómi brot sitt en maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu. Þá lýsti hann yfir iðran vegna gjörða sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert