„Menn stilli kröfum í hóf“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Páll ...
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Páll Halldórsson, varaformaðu BHM og Benedikt Árnason, efnahagsráðunautur forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Menn verða að stilla kröfum í hóf og í samræmi við þá stöðu sem uppi er hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Á fundinum var rætt um gerð kjarasamninga.

Á fundinn mættu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, ASÍ, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambandsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtaka Íslands.

Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði skipað sérstaka ráðherranefnd sem hefur verið falið að fylgjast með því sem er að gerast í viðræðum aðila á vinnumarkaði. „Við viljum tryggja að samráðsferlið geti verið skilvirkt. Það má kalla þetta fyrsta fund þar sem við gerðum grein fyrir hvernig við viljum standa að þessu. Við höfum þegar stutt við viðleitni aðila vinnumarkaðarins til að bæta faglega vinnu við gerð kjarasamninga. Þetta var góður fyrsti fundur þar sem menn voru að lýsa væntingum og því sem framundan er.“

Bjarni sagði að aðilar vinnumarkaðarins myndu núna halda áfram vinnu við gerð kjarasamninga. „En við munum koma fram með skýr skilaboð um hvernig við sjáum fyrir okkur að ríkið geti beitt sér í því augnamiði að styrkja bæði stöðu atvinnulífsins og launþeganna landinu. Ráðherranefndin og embættismenn sem starfa með henni munu taka við skilaboðum meðan á kjaraviðræðunum stendur og vinna með innan stjórnkerfisins.“

„Menn verða að stilla kröfum í hóf og í samræmi við þá stöðu sem uppi er hverju sinni. Sagan sýnir að þegar menn gera það ekki þá endum við í verðbólguskeiði og kjararýrnun sem aftur leiðir til óróa á vinnumarkaði. Á þessum tímapunkti sá ég ástæðu til þess að rifja þetta upp og tala fyrir því að menn einbeittu sér að því, m.a. með bættum vinnubrögðum við kjarasamningagerð, að tryggja að þær kjarabætur sem verið væri að semja um fyrir launþega í landinu héldust í hendur við stöðuna í hagkerfinu og getu atvinnurekenda til að koma til móts við væntingar sem þar eru uppi. Við munum leggja okkar af mörkum. Sumt verður ekki við ráðið eins og eftirspurn eftir framleiðslu okkar á erlendum mörkuðum, en ef að ríkisstjórnin leggur sitt af mörkum með því að ná hallalausum fjárlögum sem allra fyrst, með því að beita aðgerðum sínum til samræmis við það sem helst er verið að kalla eftir frá fólkinu í landinu og ef aðila vinnumarkaðarins fara ekki fram úr sér í kjarasamningagerð þá tel ég að við séum í kjörstöðu í dag til að hefja nýtt skeið þar sem meiri stöðugleiki verður viðvarandi og raunhæfur vöxtur sömuleiðis, þ.e.a.s. góður vöxtur undir raunhæfar kjarabætur.“

Bjarni sagði að það væri ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að hafa samráð um þróun húsnæðismála. Þetta hefði komið fram á fundinum. Hann sagðist vera tilbúinn til að vinna áfram með hugmyndir sem t.d. ASÍ hefði kynnt. „Ég vil láta reyna á möguleikann til þess að þróum lánakerfi þar sem óverðtryggð lán eru meginlínan. Til að það geti orðið þurfum við að skapa umhverfi fyrir óverðtryggða langtímavexti.“

Vantar betri upplýsingar um stefnu stjórnvalda

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ sagði að á fundinum hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gert grein fyrir því hvernig hann sæi fyrir sér að ríkisstjórnin kæmi að umfjöllun um gerð kjarasamninga. „Við þurfum að fá betri upplýsingar um stefnu stjórnvalda. Þegar fjárlagafrumvarpið kemur fram þá birtist stefna ríkisstjórnarinnar í mörgum málum, bæði efnahags- og félagsmálum. Væntingar okkar um gengi og verðlag á næstu misserum skipta líka miklu máli. Það er óvissa í kringum þetta. Það skiptir líka máli hvernig peningastefnan verður skilgreind.“

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði ánægjulegt að sjá að stjórnvöld væru að efna til samráðs, sem SA hefði kallað skýrt eftir. „Það er mikilvægt að fá skýra sýn á efnahagsstefnu stjórnvalda. Hún var kannski ekki dregin upp á þessum fundi, enda stuttur fundur, en það er fagnaðarefni að vinnan er a.m.k. farin af stað.

Við erum að leggja áherslu á að hér verði verðmætasköpun til framtíðar. Við höfum lagt áherslu á að breyta vinnubrögðum við gerð kjarasamninga með það að markmiði að ná efnahagslegum stöðugleika, lægri verðbólgu, lækkandi vöxtum og aukinni fjárfestingu sem er grundvöllur þess að við getum hafið lífskjarasókn að nýju. Það er mikilvægt að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við okkar aðgerðir. Við erum þá að horfa til bæði skattkerfis, hvernig peningamálastefnan verður mótuð og efnahagsstefnan á breiðum línum,“ sagði Þorsteinn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra heilsar Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra heilsar Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Jafnréttisstofa án framkvæmdastjóra

07:37 Jafnréttisstofa hefur verið án framkvæmdastjóra frá því Kristín Ástgeirsdóttir lét af störfum að eigin ósk 31. ágúst. Óvissa ríkir um framhald málsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 24. júní. Meira »

Bílstjórans leitað en farþeginn handtekinn

06:23 Lögreglan var við umferðareftirlit seint í gærkvöldi þegar hún veitti bifreið athygli sem oftar en ekki hefur verið ekið af mönnum sem eru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ákveðið var að snúa við og ræða við ökumanninn. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »

Tryggjum að trampólín takist ekki á loft

07:07 Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. Meira »

Vísað af slysadeild vegna leiðinda

06:08 Lögreglan hafði ekki önnur úrræði en að vista karlmann í fangaklefa vegna óláta og leiðinda. Maðurinn var í vímu þegar hann var handtekinn um eittleytið í nótt og verður í fangaklefa þangað til af honum rennur. Meira »
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
38 ferm sumarbústaður og geggjuð lóð til sölu.
Paradís til sölu í Eyrarskógi, 1 klukkutími frá Reykjavík Hrísbrekka 19, 301...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Suzuki Grand Vitara árgerð 2006
Eldsneyti / Vél Bensín Akstur 190 þús km 4 strokkar 1.995 cc. Innspýtin...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...