„Menn stilli kröfum í hóf“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Páll ...
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Páll Halldórsson, varaformaðu BHM og Benedikt Árnason, efnahagsráðunautur forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Menn verða að stilla kröfum í hóf og í samræmi við þá stöðu sem uppi er hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Á fundinum var rætt um gerð kjarasamninga.

Á fundinn mættu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, ASÍ, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambandsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtaka Íslands.

Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði skipað sérstaka ráðherranefnd sem hefur verið falið að fylgjast með því sem er að gerast í viðræðum aðila á vinnumarkaði. „Við viljum tryggja að samráðsferlið geti verið skilvirkt. Það má kalla þetta fyrsta fund þar sem við gerðum grein fyrir hvernig við viljum standa að þessu. Við höfum þegar stutt við viðleitni aðila vinnumarkaðarins til að bæta faglega vinnu við gerð kjarasamninga. Þetta var góður fyrsti fundur þar sem menn voru að lýsa væntingum og því sem framundan er.“

Bjarni sagði að aðilar vinnumarkaðarins myndu núna halda áfram vinnu við gerð kjarasamninga. „En við munum koma fram með skýr skilaboð um hvernig við sjáum fyrir okkur að ríkið geti beitt sér í því augnamiði að styrkja bæði stöðu atvinnulífsins og launþeganna landinu. Ráðherranefndin og embættismenn sem starfa með henni munu taka við skilaboðum meðan á kjaraviðræðunum stendur og vinna með innan stjórnkerfisins.“

„Menn verða að stilla kröfum í hóf og í samræmi við þá stöðu sem uppi er hverju sinni. Sagan sýnir að þegar menn gera það ekki þá endum við í verðbólguskeiði og kjararýrnun sem aftur leiðir til óróa á vinnumarkaði. Á þessum tímapunkti sá ég ástæðu til þess að rifja þetta upp og tala fyrir því að menn einbeittu sér að því, m.a. með bættum vinnubrögðum við kjarasamningagerð, að tryggja að þær kjarabætur sem verið væri að semja um fyrir launþega í landinu héldust í hendur við stöðuna í hagkerfinu og getu atvinnurekenda til að koma til móts við væntingar sem þar eru uppi. Við munum leggja okkar af mörkum. Sumt verður ekki við ráðið eins og eftirspurn eftir framleiðslu okkar á erlendum mörkuðum, en ef að ríkisstjórnin leggur sitt af mörkum með því að ná hallalausum fjárlögum sem allra fyrst, með því að beita aðgerðum sínum til samræmis við það sem helst er verið að kalla eftir frá fólkinu í landinu og ef aðila vinnumarkaðarins fara ekki fram úr sér í kjarasamningagerð þá tel ég að við séum í kjörstöðu í dag til að hefja nýtt skeið þar sem meiri stöðugleiki verður viðvarandi og raunhæfur vöxtur sömuleiðis, þ.e.a.s. góður vöxtur undir raunhæfar kjarabætur.“

Bjarni sagði að það væri ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að hafa samráð um þróun húsnæðismála. Þetta hefði komið fram á fundinum. Hann sagðist vera tilbúinn til að vinna áfram með hugmyndir sem t.d. ASÍ hefði kynnt. „Ég vil láta reyna á möguleikann til þess að þróum lánakerfi þar sem óverðtryggð lán eru meginlínan. Til að það geti orðið þurfum við að skapa umhverfi fyrir óverðtryggða langtímavexti.“

Vantar betri upplýsingar um stefnu stjórnvalda

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ sagði að á fundinum hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gert grein fyrir því hvernig hann sæi fyrir sér að ríkisstjórnin kæmi að umfjöllun um gerð kjarasamninga. „Við þurfum að fá betri upplýsingar um stefnu stjórnvalda. Þegar fjárlagafrumvarpið kemur fram þá birtist stefna ríkisstjórnarinnar í mörgum málum, bæði efnahags- og félagsmálum. Væntingar okkar um gengi og verðlag á næstu misserum skipta líka miklu máli. Það er óvissa í kringum þetta. Það skiptir líka máli hvernig peningastefnan verður skilgreind.“

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði ánægjulegt að sjá að stjórnvöld væru að efna til samráðs, sem SA hefði kallað skýrt eftir. „Það er mikilvægt að fá skýra sýn á efnahagsstefnu stjórnvalda. Hún var kannski ekki dregin upp á þessum fundi, enda stuttur fundur, en það er fagnaðarefni að vinnan er a.m.k. farin af stað.

Við erum að leggja áherslu á að hér verði verðmætasköpun til framtíðar. Við höfum lagt áherslu á að breyta vinnubrögðum við gerð kjarasamninga með það að markmiði að ná efnahagslegum stöðugleika, lægri verðbólgu, lækkandi vöxtum og aukinni fjárfestingu sem er grundvöllur þess að við getum hafið lífskjarasókn að nýju. Það er mikilvægt að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við okkar aðgerðir. Við erum þá að horfa til bæði skattkerfis, hvernig peningamálastefnan verður mótuð og efnahagsstefnan á breiðum línum,“ sagði Þorsteinn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra heilsar Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra heilsar Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

Í gær, 17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

Í gær, 15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

Í gær, 14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

Í gær, 16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

Í gær, 15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

Í gær, 13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Ukulele
...
 
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...