Hríð og sviptivindar á vegum

Óveðrið sem gengur yfir landið veldur hríð fyrir norðan og miklum sviptivindum á Austur- og Suðurlandi. Búast má við vaxandi hálku og verra skyggni á fjallvegum fyrir norðan. Sviptivindar valda hættu á vegum á Suðausturlandi. Lögregla á Blönduósi  varar við krapa og mikilli hálku á Vatnsskarði á milli Húnavers og Varmahlíðar.

„Hríðarveðrið fer heldur vaxandi á Norðurlandi, frá Víkurskarði og austur úr,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem m.a. starfar fyrir Vegagerðina. „Það mun kólna með þessu norðanlands með kvöldinu þannig að frostmarkslínan lækkar um leið og úrkoman eykst. Það má alveg búast við að í fyrramálið verði ófærð á sumum fjallvegum og þá þurfi að ryðja.“ 

Því má búast við takmörkuðu skyggni og krapa eða föli og hálku á fjallvegum á Norðvesturlandi, t.d. Þverárfjalli og Vatnsskarði og síðar í kvöld á Holtavörðuheiði.
Einar sagði að mikil hitastígandi væri austur eftir landinu. Þannig var sama hitastig í 600 m.h.y.s. á Fjarðarheiði í dag og í 200 m.h.y.s. við Eyjafjörð.

„Hinn kaflinn í þessu eru vindarnir sem steypast niður af fjöllunum á Suðurlandi. Það er ofboðslegur vindstrengur yfir suðaustanverðu landinu. Hann veldur hættulegum vindstrengjum fram af fjöllum alveg frá Lómagnúpi og austur í Berufjörð. Á köflum fylgir þessu mikið sandfok. Á þessum slóðum er ekkert ferðaveður og hreinlega hættulegt að vera þar á ferðinni,“ sagði Einar. Hann sagði að bæði gætu bílar orðið fyrir tjóni og fólk slasast.

Reiknað er með allt að 50-60 m/s hviðum frá Hornafirði og austur í Berufjörð alveg fram á nótt og eins 30-40 m/s hviðum undir Vatnajökli og við Lómagnúp. Þá er reiknað með hviðum undir Eyjafjöllum og frá því síðdegis einnig á Kjalarnesi og sunnanverðu Snæfellsnesi.

Vegagerðin hefur lokað vegunum um Skeiðarársand og um Hamarsfjörð vegna …
Vegagerðin hefur lokað vegunum um Skeiðarársand og um Hamarsfjörð vegna hvassviðris. www.vedur.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert