Kosningaloforð fari ekki fyrir dómstóla

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/Styrmir Kári

„Ef ríkisstjórnarflokkarnir standa ekki við kosningaloforð sín á ekki að leiða slík svik til lykta fyrir dómstólum. Þá eiga þeir að segja sig frá völdum og efna til kosninga. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi innanríkisráðherra.

Ögmundur skrifar um málið á vefsvæði sitt af því tilefni að Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður segir í Kjarnanum með hverjum deginum sem forsætisráðherra eða aðrir úr framsóknarþingliðinu stíga fram og ítreka væntingar um skuldaleiðréttingar auki þau einnig líkurnar á því að einhver taki sig til og höfði mál á hendur ríkinu ef skuldaleiðréttingarnar verði ekki að veruleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert