Hraunavinir mótmæltu í Gálgahrauni

Hraunavinir mótmæla framkvæmdum í Gálgahrauni.
Hraunavinir mótmæla framkvæmdum í Gálgahrauni. mbl.is/Eggert

Hraunavinir gengu að Garðastekk, vestan Gálgahrauns, í gær og mótmæltu lagningu vegar í hrauninu sem og fyrirhuguðum Álftanesvegi.

Um 200 manns mótmæltu í göngunni og komu grænum fánum fyrir við hraunkantinn við Hraunholtsbraut þar sem gröftur hófst á föstudag.

Þá brýndi Ómar Ragnarsson fyrir göngumönnum að mikilvægt væri að samkennd myndaðist meðal flestra um óspillta náttúru Íslands, en í dag er Dagur íslenskrar náttúru og einnig afmælisdagur Ómars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert