„Þeir verða þá að fara yfir okkur“

Ómar Ragnarsson og Reynir Ingibjartsson hraunavinir í Gálgahrauni í gær.
Ómar Ragnarsson og Reynir Ingibjartsson hraunavinir í Gálgahrauni í gær. Ljósmynd/Gunnar Júlíusson

Íslenskir aðalverktakar munu á næstu dögum halda áfram að ryðja braut fyrir nýjan Álftanesveg í gegnum

Gálgahraun. Gunnsteinn Ólafsson, einn forsvarsmanna Hraunavina, segir að félagið muni reyna að stöðva framkvæmdir í hrauninu og hvetur til þess að unnið verði að öðrum þáttum verksins – en hrauninu hlíft – þar til niðurstaða dómsmála liggi fyrir.

„Við ætlum bara að standa þarna og þeir verða þá að fara yfir okkur ef þeir ætla með vélarnar í hraunið. Við ætlum að reyna að standa þetta af okkur,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert