Rafmagnslaust í 45 mínútur

mbl.is/Sigurður Bogi

Rafmagn kom á aftur í Hafnarfirði skömmu eftir miðnætti í nótt en það fór af á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvað olli rafmagnsleysinu, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti.

Á vef Landsnets kemur fram að Hafnarfjarðalína 1 hafi verið sett inn eftir útleysingu klukkan 00:14. spennar 1 og 2 á Öldugötu voru þá einnig komnir inn. Straumleysi frá flutningskerfi Landsnets er þá yfirstaðið. Orsök útleysingu er enn ókunn, samkvæmt vef Landsnets. Rafmagnslaust var í Hafnarfirði og einnig í Garðabæ, sunnan lækjar. Þá var líka rafmagnslaust á Álftanesi. Jafnframt fór vatn af á sömu stöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert