Fáir veiðidagar ógna veiðimönnum

Veiðidagar verða 12 í ár, en voru 9 í fyrra.
Veiðidagar verða 12 í ár, en voru 9 í fyrra. Morgunblaðið/Ingó

Umhverfisstofnun telur að með fækkun rjúpnaveiðidaga sé gengið of langt með tilliti til öryggis veiðimanna. Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fjölga veiðidögum úr 9 í 12.

Síðustu tvö ár hafa rjúpnaveiðimenn einungis mátt veiða í níu daga. Mjög slæmt veður var suma veiðidagana í fyrrahaust og telur Umhverfisstofnun í umsögn sinni æskilegt að fjölga veiðidögum.

„Þegar leyfilegir veiðidagar eru orðnir þetta fáir telur stofnunin hættu á að öryggi veiðimanna verði stefnt í hættu á veiðislóð þar sem miklar líkur eru á að veiðimenn haldi til veiða óháð veðri og aðstæðum. Dæmi eru um að þéttleiki veiðimanna á ákveðnum veiðisvæðum hafi skapað hættu, sérstakleg þegar nokkrir veiðidagar nýtast ekki sökum veðurs.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert