Búinn að ráða nýjan forstjóra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Rósa Braga

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að nýr forstjóri Landspítalans muni taka til starfa 1. október nk.

„Ég er búinn að ráða starfsmann sem tekur þá til starfa,“ segir Kristján á samtali við mbl.is.

Í dag greindi Björn Zoëga, forstjóri LSH, hann hann hefði ákveðið að láta af störfum.

Kristján segist ekki ætla að tjá sig nánar um ráðninguna í dag, hún verði kynnt formlega á mánudag. „Málin eru í föstum skorðum,“ segir Kristján Þór að lokum.

Tekið skal fram að um tímabunda ráðningu er að ræða, eða til þriggja mánaða. Starf forstjóra Landspítalans verður formlega auglýst í næsta mánuði, líkt og lög gera ráð fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert