Framlög til þjóðkirkjunnar hækkuð

Frá prestastefnu þjóðkirkjunnar.
Frá prestastefnu þjóðkirkjunnar. mbl.is/Kristinn

Þjóðkirkjan fær 44,5 milljónir krónum meira á fjárlögum næsta árs en hún fékk árið 2013, að frátöldum almennum verðlagsbreytingum, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

Heildarfjárveiting til þjóðkirkjunnar árið 2014 verður 1.474 milljónir króna, miðað við 1.439 milljónir króna árið 2013.

Gert er ráð fyrir að sóknargjöld aukist samtals um 65,5 milljónir króna og gerð tillaga um samtals 65,5 milljóna kr hækkun á viðbótarframlagi til að vega á móti skerðingum fyrri ára.

Hækkunin mun nema 55 milljónum króna til sókna þjóðkirkjunnar, sem fá þar með 100 milljóna króna aukaframlag árið 2014.

10,5 milljónir króna fara til annarra trúfélaga, sem fá þar með 17,5 milljónir króna í aukaframlag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert