Stefna að lækkun útvarpsgjalds

Útvarpsgjald á að lækka á árunum 2015-2016.
Útvarpsgjald á að lækka á árunum 2015-2016. mbl.is/Sigurður Bogi

Stjórnvöld stefna að því að lækka útvarpsgjaldið á næstu árum. Gjaldið hækkar hins vegar um 3% á næsta ári í samræmi við hækkun verðlags.

Útvarpsgjald verður 19.400 krónur á næsta ári. Engin hagræðingarkrafa er lögð á RÚV á næsta ári og hækkar framlag til stofnunarinnar um 320 milljónir milli ára. Framlag til RÚV í fjárlagaframvarpinu verður rúmlega 3,5 milljarðar á næsta ári.

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu segir að gjaldið verði lækkað niður í 17.800 kr 1. janúar 2015 og í 16.400 kr. 1. janúar 20216. Samtals þýðir þetta tekjulækkun um 500 milljónir fyrir Ríkisútvarpið.

Krónutölugjöld hækka um 3%

Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að krónutöluskattar hækki um 3% á næsta ári í samræmi við hækkun verðlags. Þetta á t.d. við um bensíngjöld, olíugjald, kílómetragjald og kolefnisgjald.

 Sérstakur skattur á raforku, áfengisgjald, tóbaksgjald, bifreiðagjald hækka sömuleiðis.

Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að fella niður stimpilgjöld af lánsskjölum. Fjármálaráðherra boðaði í dag að hann ætlaði að leggja fram ný heildarlög um stimpilgjöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert