Skólpið vannýtt auðlind

Dælustöðvar senda skólpið á haf út.
Dælustöðvar senda skólpið á haf út. mbl.is/Jim Smart

„Hægt væri að vinna áburð úr því skólpi sem við hleypum út í sjó,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Strendur Íslands eru mengaðar af skólpi og brýnt sé að „láta ekki næringarefnin fara út í sjó þar sem við náum ekki í þau aftur“.

Þá bendir Kristín á að þótt flest lönd veiti skólpinu út í sjó fjölgi þeim löndum sem vinna skólpið og nýta sem áburð, t.d. Evrópa, Kína og Afríka. Kallast þessi áburður „night soil“ í Kína, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er meðal þess sem verður rætt á málþingi í dag sem ber yfirskriftina: Matvælaöryggi á Íslandi. Þar verða kynntar niðurstöður samleiðniverkefnis sem undanfarin fjögur ár hefur rannsakað hvernig mannkynið getur búið á sjálfbæran máta innan þeirra marka sem jörðin setur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert