Listaverk reist úti á Granda

Fjallið verður grasi gróið með hjalli á toppnum.
Fjallið verður grasi gróið með hjalli á toppnum. mbl.is/RAX

Þeir sem hafa átt leið hjá nýju frystigeymslu HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík hafa eflaust rekið augun í malarþúfu sem þar stendur.

Ekki er um venjulega þúfu að ræða í þeim skilningi heldur er þar á ferð listaverk eftir listakonuna Ólöfu Nordal sem ber vinnuheitið Þúfan, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það tekur tíma að búa til manngert fjall,“ segir Ólöf spurð út í verklok en stefnt er að því að það verði fullmótað í lok október. Hugmynd hennar bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um gerð listaverks fyrir félagið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert