Fjarðarheiði hefur verið lokað

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Golli

Fjarðarheiði er lokuð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en eins og mbl.is greindi frá í kvöld vinna björgunarsveitarmenn að því að koma hundruðum erlendra ferðamanna ofan af heiðinni þar sem þeir voru á fjórum rútum.

Snjóþekja, hálka og hálkublettir eru annars á nokkrum leiðum á suðvesturhorni landsins sem og á Vesturlandi. Ennfremur er hálka og hálkublettir á ýmsum vegum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Flughálka er á Hellisheiði eystri og hálka og snjóþekja víða á Austurlandi.

Slyddubleyta eða él verður í flestum landshlutum fram á kvöld, en síðan léttir til suðvestan- og sunnanlands. Þar sem vegir eru blautir um nánast allt land má búast við glerhálku á vegum að nýju í kvöld eða í nótt. Þá er heldur að kólna í lofti um landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert