Hugsanlega bætt við annarri Eyjaferju

Herjólfur.
Herjólfur. mbl.is/Eggert

Ódýrara gæti verið fyrir ríkið að leigja aðra ferju sem ristir grynnra til að sigla til Landeyjahafnar í vetur en að láta Herjólf sigla til Þorlákshafnar þegar hann kemst ekki í Landeyjahöfn.

Leiga á ferju til viðbótar við Herjólf er í skoðun hjá innanríkisráðuneytinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Gert er ráð fyrir heimild fyrir leigunni í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert