Viðræður hafnar á milli VR og SA

Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.
Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.

Fyrsti samningafundur fulltrúa VR og Samtaka atvinnulífsins um gerð kjarasamninga fór fram í dag en VR lagði fram kröfugerð sína í síðustu viku sem samþykkt var á fundi trúnaðarráðs félagsins í lok september.

Fram kemur á vefsíðu VR að markmið félagsins sé „að skapa grunn að efnahagslegum stöðugleika og vinna markvisst að því að auka kaupmátt launafólks.“ Báðir aðilar hafi á fundinum í dag lýst yfir fullum vilja til þess að ganga til samninga þar sem lögð verði áhersla á kaupmáttaraukningu.

„Auk þessu eru aðilar sammála um að aðkoma ríkisstjórnarinnar að næstu kjarasamningum skipti sköpum fyrir þann efnahagslega stöðugleika sem er grundvöllur að auknum kaupmætti.“ Stefnt er að næsta fundi eftir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert