Unga fólkið vill flytja til baka í Bakkagerði

Bæjarbúi líkti vinunum við Þór og Danna úr kvikmyndunum Nýtt …
Bæjarbúi líkti vinunum við Þór og Danna úr kvikmyndunum Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf. mbl.is/Golli

Kristján Geir Þorsteinsson kennaranemi og Óttar Már Kárason heimspekinemi fengu nóg af lífinu í höfuðborginni og ákváðu að koma til baka í heimahagana í Bakkagerði í Borgarfirði eystri.

Í samtali í Morgunblaðinu á hringferð þess um landið segja þeir, að þeir hafi fengið nóg af því að skrimta og borga hátt verð fyrir leiguhúsnæði en langaði þess í stað að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem fram fer í samfélaginu.

Þeir eru hluti af nýrri kynslóð sem sér tækifæri á uppeldisslóðum og segja grasið ekki grænna á mölinni. „Öll þau námslán sem maður fékk fóru í að borga húsaleigu í einhverri skíta-stúdíóíbúð. Ég fékk 1,1 milljón í námslán. Eftir að ég var búinn að vera í skólanum í níu mánuði, áttaði ég mig á því að 900 þúsund krónur höfðu farið í húsaleigu. Þá sá ég að það var óttaleg vitleysa að búa þarna til þess eins að styrkja Byggingarfélag námsmanna,“ segir Kristján sem er á þriðja ári í kennaranámi og stundar nú fjarnám við Háskóla Íslands.

Bæjarbúi líkti vinunum við Þór og Danna úr kvikmyndunum Nýtt …
Bæjarbúi líkti vinunum við Þór og Danna úr kvikmyndunum Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert