Ótrúlegar hitatölur í október

Haust á Akureyri
Haust á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mjög hlýtt er um land allt og mældist hitinn 16 stig á Sauðanesvita vestan Siglufjarðar klukkan sex í morgun. Á Akureyri var 15 stiga hiti, 16 stig á Vatnsskarði eystra og 14 stig í Bolungarvík. Það er hins vegar svalara á Suður- og Vesturlandi þrátt fyrir að veðrið sé einnig gott þar. Hvergi á landinu fraust í nótt.

Veðurfræðingar Veðurstofunnar vara hins vegar við stormi (meðalvindhraða meiri en 20 m/s) á norðvestanverðu landinu fram undir morgun. Búist er við stormi á norðanverðu Snæfellsnesi þangað til síðdegis á laugardag.

Mjög hlýtt hefur verið fyrir norðan og austan síðasta sólarhringinn en hitinn hefur hæst farið í 18,5 stig á Skjalþingsstöðum og 17,9 stig á Seyðisfirði.

Veðurspáin fyrir næsta sólarhring:

Sunnan og suðvestan 15-23 m/s NV-til, en 8-15 annars staðar. Súld eða rigning um landið V-vert, en bjartviðri A-lands. Sunnan 10-18 og smásúld S- og V-lands með morgninum, en 18-23 á N-verðu Snæfellsnesi. Hægari og bjart NA- og A-lands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á A-landi.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert