Dó áfengisdauða hjá Jóa Fel

Konan dó áfengisdauða á gólfinu hjá Jóa Fel í Holtagörðum.
Konan dó áfengisdauða á gólfinu hjá Jóa Fel í Holtagörðum. mbl.is

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tólf mánaða fangelsi fyrir gabb, gripdeild og þjófnaði. Konan stundaði það að stela vanilludropum og kardimommudropum í verslunum og tæma úr glösunum á staðnum. Þá dó hún áfengisdauða á gólfi verslunar Jóa Fel.

Á tímabilinu frá 22. apríl til 13. september fór konan 17 sinnum inn í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og stal samtals 62 glösum af vanilludropum, kardimommudropum og bökunardropum. Í flest skipti drakk hún úr glösunum inni í versluninni.Þá stal hún einnig 600 ml sprittbrúsa af Landspítalanum.

Einnig var hún sakfelld fyrir ölvun á almannafæri en hún lá á gólfi verslunar Jóa Fel í Holtagörðum, hreyfingalaus vegna ölvunarástands.

Ennfremur var konan stödd í verslun á Laugavegi 8. maí þegar hún gabbaði fólk til að hringja í númer Neyðarlínunnar og biðja um sjúkrabíl. Sjúkrabíllinn var sendur í forgangi en hans reyndist ekki þörf.

Þetta var í sjöunda skipti sem konunni er gerð refsing vegna auðgunarbrota. Verjandi konunnar sagði hana vera vinna í sjúkdómi sínum og að hún hafi þegar leitað á bráðaþjónustu geðsviðs Landspítalans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert