Segja fargjöld innanlands alltof há

Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Austurlands. Frá vinstri: Arnbjörg …
Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Austurlands. Frá vinstri: Arnbjörg Sveinsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson, Kristín Björg Albertsdóttir, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Páll Baldursson og Janne Sigurðsson. mbl.is/Ómar

Fargjöld eru orðin svo há að almenningur hefur ekki lengur efni á því að fljúga innanlands.

Þetta er orðið að risastóru vandamáli sem áhrif hefur á utanlandsferðir fólks á landsbyggðinni og brýnar ferðir þess til Reykjavíkur, svo sem vegna veikinda. Þetta er meðal þess sem fram kom í hringborðsumræðum um málefni Austurlands sem Morgunblaðið efndi til og greint er rfá í blaðinu í dag.

Fram kom að stórfyrirtæki eins og Alcoa-Fjarðaál hafa brugðist við vandanum með því að niðurgreiða flugmiða starfsfólks síns. Þá hefur Austurbrú, samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Austurlandi, hafið könnun á möguleikum þess að koma á beinu millilandaflugi með farþega og fragt frá Egilsstöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert