„Fjörðurinn er dauðagildra“

Hvalhræ, líklega af höfrungi eða grindhval, rak inn í sjávarlón ...
Hvalhræ, líklega af höfrungi eða grindhval, rak inn í sjávarlón við Kolgrafafjörð í dag. Ljósmynd/Bjarni Sigurbjörnsson

„Það er allt líf í stórhættu í firðinum. Einhverjir vilja meina að það væri slæmt að ef við lokum honum því fjörðurinn er stór hlekkur í lífkeðjunni, en ég held bara að ef við gerum ekkert þá verði hann enn hættulegri ef það verður annað eins slys,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson bóndi á Eiði við Kolgrafafjörð.

Hvalhræ, sennilega af höfrung eða grindhval rak á land í lóni inn af firðinum þar sem gætir flóðs og fjöru. Bjarni segist ekki geta sagt til um hvers vegna hvalurinn drapst en hinsvegar hafi mikið af bæði hval, sel og fugli sótt í fjörðin síðan tugir þúsunda tonna af síld drápust þar síðasta vetur.

Að sögn Bjarna hafa íbúar við Kolgrafafjörð hafa miklar áhyggjur af því að sagan endurtaki sig enda hegði síldin sér með svipuðum hætti og áður. „Síldin er hérna rétt fyrir utan. Þeir eru að veiða hana hérna, við horfum bara á skipin. Ég held að allir sem komu að þessu máli í fyrra hafi stórar áhyggjur af því að það drepist meiri síld.“

Auknar líkur á að síldin drepist

Bjarni segir stöðuna í raun verri núna en síðasta vetur. „Að því leyti að ef það kemur síld inn fjörðinn aftur, þá eru enn meiri líkur á því að hún drepist af því að það er miklu minna súrefni í firðinum.“

Á samráðsfundi heimamanna, ráðuneyta og stofnana í gær var farið yfir ýmsa kosti varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að síldardauðinn endurtaki sig. Þar á meðal var rætt um lokun fjarðarins, en einnig mögulegar fælingaraðgerðir eins og að blása lofti mót síldinni eða hengja upp keðjur.

Bjarni segir jákvætt að verið sé að skoða málið frá öllum hliðum. „En þetta eru ekki lausnir sem við vitum að virki. Þetta yrði bara tilraunstarfsemi. Menn hafa líka komið með þá hugmynd að byggja aðra brú, en það tryggir ekki að síldin drepist ekki. Eina örugga lausnin í málinu er að síldin komi ekki inn í fjörðinn og eina örugga lausnin til þess er að loka firðinum.“

Dýrt frá öllum hliðum séð

Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvað skal gera. Bjarni segist hafa fengið þau svör frá fulltrúa Vegagerðarinnar í gær að það sé vel framkvæmanlegt að loka firðinum. 

„En það getur kostað fullt af peningum. Hinsvegar kostar líka fullt af peningum að láta síldina drepast. Þetta yrði dýr framkvæmd, en við værum allavega ekki að skemma neitt. Ef við lokum með grjóti er hægt að taka grjótið aftur síðar.“

Tugir þúsunda tonna af dauðri síld fyllti Kolgrafafjörð síðasta vetur ...
Tugir þúsunda tonna af dauðri síld fyllti Kolgrafafjörð síðasta vetur og heimamenn súpa enn seyðið af því. Þeir óttast að sagan endurtaki sig. mbl.is/Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

BYGGINGAKRANI Til leigu sjálfreisandi k
BYGGINGAKRANI Til leigu sjálfreisandi krani: H - 22 m, L - 27 m. 850 kg. Sjá aug...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....