„Sé enga glóru í þessu“

Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar var sýnd of lág á mynd sem …
Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar var sýnd of lág á mynd sem upphaflega var birt á vef Reykjavíkurborgar. Í gær fékk Morgunblaðið nýja mynd frá borginni, sem á að sýna kirkjuna eins og hún muni líta út í réttum hlutföllum. Hús Daða Guðbjörnssonar sést t.v. við hlið kirkjunnar. Tölvugerð mynd/Reykjavíkurborg

Daði Guðbjörnsson listmálari er allt annað en sáttur við fyrirhugaða kirkjubyggingu fyrir söfnuð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, sem reisa á milli Nýlendugötu og Mýrargötu.

Daði býr í einbýlishúsi í nokkurra metra fjarlægð frá fyrirhugaðri kirkju og sendi hann inn athugasemdir og mótmæli við tillögu umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um breytingar á deiliskipulagi Nýlendureits.

Hámarks vegghæð kirkjunnar má vera allt að 17 metrum á kirkjuskipinu og turnarnir í 22 metra hæð að krossi undanskildum. Þá er aðeins gert ráð fyrir 4 bílastæðum við bygginguna.

,,Ég sé enga glóru í þessu,“ segir Daði. „Ef maður sér þetta út frá fagurfræðinni þá finnst mér byggingin ofboðslega stór og úr takti við það sem fyrir er,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert