Skuldasjóður enn í skoðun

mbl.is/Ómar

„Við erum að skoða kosti og galla þess að stofna leiðréttingasjóð í tengslum við þetta verkefni. Það var ráðgert að fjármögnun verkefnisins til lengri tíma kæmi úr svigrúmi sem óhjákvæmilega myndast við afnám hafta. Skemmri tíma fjármögnun verkefnisins kæmi þá frá sjóðnum.“

Þetta segir Sigurður Hannesson, formaður nefndar um höfuðstólslækkun verðtryggðra íbúðalána.

Vikið er að leiðréttingasjóðnum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og segir Sigurður að fjármagn úr sjóðnum muni flýta fyrir boðuðum aðgerðum í þágu skuldugra heimila. Það skapi svigrúm á meðan samið er við kröfuhafa föllnu bankanna. Segir Sigurður aðspurður í Morgunblaðinu í dag ekki gefið að ríkið leggi sjóðnum til fé í upphafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert