Útvarpsgjald á dánarbú stóðst ekki

Samkvæmt lögum eru dánarbú undanþegin álagningu útvarpsgjalds.
Samkvæmt lögum eru dánarbú undanþegin álagningu útvarpsgjalds. mbl.is/ÞÖK

Yfirskattanefnd hefur fellt úr gildi álagningu útvarpsgjalds á látinn einstakling. Gjaldið var lagt á dánarbú mannsins á árinu 2011 en maðurinn lést á árinu 2010.

Í úrskurði yfirskattanefndar kemur fram að þar sem skattskyldu mannsins hafi lokið í júlí 2010 gat ekki staðist að leggja útvarpsgjald á hann gjaldárið 2011, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Álagningin hafði verið kærð til ríkisskattstjóra sem hafnaði kröfunni og var sá úrskurður kærður til yfirskattanefndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert