Hjörvar Steinn stórmeistari í skák

Hjörvar Steinn Grétarsson er þrettándi íslenski stórmeistarinn í skák.
Hjörvar Steinn Grétarsson er þrettándi íslenski stórmeistarinn í skák.

Hjörvar Steinn Grétarsson er stórmeistari í skák. Hann vann makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac  í sjöundu og síðustu umferð EM taflfélaga sem fram fór í Rhodos í dag. Hjörvar hlaut 5 vinninga í 7 skákum og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum.

Hjörvar verður þar með þrettándi íslenski stórmeistarinn, að því er fram kemur á skak.is.

Áður hafði hann náð stórmeistaraáfanga á EM landsliða í Porto Carras 2011. Hjörvar verður  formlega útnefndur stórmeistari af hálfu FIDE á næstum vikum.

„Verð bara með aðeins stærra bros“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert