Lægsti taxtinn 191 þús. krónur

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir að ekki megi einblína á prósentutölur þegar litið er á kröfur um launahækkanir. Þó að farið sé fram á ríflega 10% hækkun á launum í neðsta launaþrepi sé ekki verið að setja þjóðfélagið á hausinn.

Starfgreinasambandið kynnti í dag kröfugerð sína fyrir komandi kjaraviðræður en fundaði jafnframt með Samtökum Atvinnulífsins sem kynntu á dögunum áherslur sínar þar sem ekki var talið að innistæða væri fyrir meira en 0.5-2% launahækkun.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær viðræður hefjast formlega en Björn leggur áherslu á að þeim verði fyrir lok mánaðarins ef semja á til skamms tíma sem sambandið er reiðubúið að gera líkt og SA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert