Mikill uppgangur á Höfn í Hornafirði

Frá Höfn í Hornafirði.
Frá Höfn í Hornafirði. mbl.is/Golli

Eftirspurn eftir gistirými í sveitarfélaginu Höfn í Hornafirði er mun meiri en framboðið og er mikil fjölgun gistirýma fyrirhuguð.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir, bæjarstjóri á Höfn, skort hafa vinnuafl yfir hásumarið síðustu ár.

„Það er verið að auka gistirými mjög mikið. Það er ekki spurning að þetta er mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið. Atvinnuástand hér er mjög gott. Undanfarin ár hefur verið skortur á vinnuafli yfir háannatímann í ferðaþjónustu. Mikið af því vinnuafli hefur komið utan frá,“ segir Ásgerður Kristín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert