Fjöldi fólks bíður í óvissu

„Núna í dag, hálfu ári eftir kosningar, fengum við skýrslu um framgang mála og engar frekari útfærslur,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um munnlega skýrslu forsætisráðherra um stöðu boðaðra aðgerða vegna skuldavanda heimilanna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gaf á Alþingi í dag munnlega skýrslu um stöðu boðaðra aðgerða vegna skuldavanda heimilanna. Hann sagði að framganga þingsályktunarinnar, sem samþykkt var í júní um aðgerðaráætlun í 10 liðum, sé með ágætum og á áætlun.

Sigríður Ingibjörg sagði stór loforð hafa verið gefin af hálfu Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni og þau hafi þá ekki verið útfærð. Í stjórnarsáttamálanum hafi þau ekki verið útfærð og í dag hafi þau ekki heldur verið útfærð. „Fjöldi fólks veit ekki hvers er að vænta og bíður í óvissu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert