Líkir Sigmundi Davíð við trúð

Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs segir áhyggjuefni að fjölmiðlar hafi annað hvort misst áhugann á að fjalla með gagnrýnum hætti um efnahagsmál eða geti það ekki. Hann segir „trúboð“ forsætisráðherra fremur heilla fjölmiðla en raunveruleikinn.

Á vefsvæði sínu segir Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og varaþingmaður flokksins, að ekki nokkur einasti aðili, stofnun eða samtök, innlend eða erlend, hafi lýst yfir stuðningi við efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar „sem byggð er á kosningaloforðum framsóknarflokksins.“

Hann segir fjölmiðla ekki fjalla um efnahagsmál þjóðarinnar með gagnrýnum hætti eða geti það ekki heldur busli í yfirborðinu „eins og þeir gerðu í aðdraganda Hrunsins.“

Þá segir hann „trúboð“ Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, heilla fjölmiðla frekar en ískaldur raunveruleikinn. „Þeim er líka vorkunn eins og okkur öllum. Það er erfitt að keppa við trúð með töfrabrögð.“

Pistill Björns Vals

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert