„Hunsi vilja landsmanna “

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur Eggert Jóhannesson

Í samkomulagi sem undirritað var af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jóni Gnarr kemur fram að tilkynnt verði um lokun neyðarbrautar Reykjavíkurvallar (NA/SV brautar) fyrir áramót. Þetta kemur fram í ályktun frá Hjartanu í Vatnsmýrinni.

„Af því má ljóst vera að innanríkisráðherra, borgarstjóri og formaður borgarráðs ætla með því að hunsa vilja 82% landsmanna, 73% Reykvíkinga og liðlega 70.000 einstaklinga sem skrifuðu undir sérstaka áskorun til borgaryfirvalda og Alþingis um óskerta flugstarfsemi til framtíðar í Vatnsmýri,“ segir til ályktuninni.

„Neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar er notuð þegar veður eru válind og vindar sterkir úr SV og NA áttum. Brautin er auk þess eina braut sinnar tegundar á SV horni landsins. Verði brautinni lokað er ljóst að upp geta komið tilvik þar sem sjúkra- og farþegavélar verða frá að hverfa með tilheyrandi afleiðingum fyrir sjúklinga og farþega.“

Segja forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýrinni að samkomulagið gangi þvert á gefin fyrirheit forsætisráðherra.

„Hjartað í Vatnsmýri varar við þeirri alvarlegu stöðu sem nú er upp komin í málefnum Reykjavíkurvallar. Miklu skiptir að bíða niðurstöðu nefndar Rögnu Árnadóttur um framtíðarstaðsetningu flugvallar á Höfuðborgarsvæðinu en sú niðurstaða er væntanlegt fyrir árslok 2014. Hættulegt er að ráðast í lokun neyðarbrauta og byggingu íbúðarhúsa á vallarsvæðinu sama tíma og nefndin er að störfum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert