Jarðstrengir lítið dýrari

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kostnaður við að leggja jarðstrengi með hárri spennu, 132 kV eða 220 kV, er hærri en við að reisa loftlínur en munurinn er ekki nægilega mikill til að hægt sé að réttlæta að möguleiki á jarðstreng sé ekki skoðaður.

Þetta kom fram í fyrirlestri Þórhalls Hjartarsonar, rafmagnsverkfræðingi og forstjóra kanadíska fyrirtækisins Metsco Energy Solutions, í Norræna húsinu í hádeginu.

Landvernd fékk Metsco til að bera saman kostnað við jarðstrengi og loftlínur en Landvernd er ósátt við þá stefnu Landsnet, sem á flutningskerfi raforku á Íslandi, að láta ekki meta kosti jarðstrengja með þeim rökum að þeir séu hvort sem er of dýrir.

Niðurstaða Metsco var að þegar tekið væri tillit til kostnaðar á 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína væri kostnaður við 132 kV jarðstreng um 4% hærri en við loftlínu með sömu spennu. Kostnaður við 220 kV jarðstreng væri 20% hærri en við loftlínu.

Hann tók skýrt fram að hér væri um almenna athugun að ræða. Meta þyrfti hvert tilvik fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert