Tvö fokútköll í Vestmannaeyjum

Vindasamt var í Vestmannaeyjum í dag.
Vindasamt var í Vestmannaeyjum í dag. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Vindasamt hefur verið í Vestmannaeyjum í dag og náði vindurinn á Stórhöfða yfir 30 m/s. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur þurft að sinna tveimur útköllum vegna foks af þeim völdum.

Í fyrra sinnið fauk klæðning af húsi og í seinna skiptið féll vinnupallur niður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni varð ekki stórvægilegt tjón í hvorugt skiptið og er vind farið að lægja nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert