Aspartré felld við Dómkirkjuna

Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag.
Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag. Ljósmynd/Hreiðar Júlíusson

Um 20 aspartré voru felld við Dómkirkjuna og Alþingishúsið í miðborg Reykjavíkur í dag. Önnur tré verða gróðursett í staðinn. Þetta er gert í samræmi við úttekt garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar sem sýndi að fjölmörg tré sem gróðursett voru á 9. áratugnum eru illa farin og skemma gangstéttir.

„Við höfum verið að læra af reynslunni og erum í raun enn að þreifa okkur áfram með það hvaða tegundir er hægt að nota aðrar en ösp,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar. 

Fyrir nokkrum misserum voru aspir við Ráðhúsið fjarlægðar og fyrir liggur að það sama mun þurfa að gera við Laugaveg, þegar fram líða stundir. Tré af öðrum tegundum eru gróðursett í staðinn.

Trén glíma við ýmsa óáran

„Við þekktum ekki götutré þegar byrjað var á þessari gróðursetningu upp úr 1980. Þá var unnið eftir þeirri þekkingu sem menn höfðu þá og við höfðum ekki neina aðra tegund en ösp til að velja úr. Góð götutré þurfa að vera nægilega bein og há, þannig að krónan sitji hátt.“

Trén sem felld voru í dag voru orðin nokkuð há eins og sést á myndunum og var krónan á sumum þeirra komin utan í nærliggjandi hús. Þórólfur segir að stærðarhlutföllin séu svipuð milli krónu og rótarkerfis og voru rætur trjánna byrjaðar að lyfta gangstéttarhellum á svæðinu. Þá voru nokkur dæmi um að ekið væri á trén auk þess sem gamlar jólaseríur höfðu sumstaðar skorist inn í stofn og greinar.

„Það er alls konar óáran sem trén þurftu að kljást við og þegar þetta allt var samantekið var í raun bara tímaspursmál hvenær brugðist yrði við.“

Þegar trjánum var plantað var þeim áætlað ákveðið rótarrými og komið fyrir moldarfylltu röri neðanjarðar. Þórólfur segir að rótarrýmið sem trjánum í Kvosinni var ætlað hafi reynst allt of lítið.

„Í rauninni verður þetta eins og pottaplanta. En öspin er svo dugleg að hún finnur sér leiðir upp úr pottinum og inn í rýmið milli sands og hellna. Þetta er nokkuð sem er erfitt að eiga við.“

Ekki búið að afskrifa öspina

Aspartrén í Kvosinni eru ekki þau einu sem þurfa að víkja því fyrir liggur að það sama mun gerast við Laugaveg fyrr eða síðar. Stærstu aspartrén þar eru yfir 10 metra há.

„Laugavegurinn er stóra málið, trén þar eru mörg illa farin og það er orðið mikið vandamál með hellur. Það hafa orðið slys þar sem gangandi vegfarendur detta um hellur sem eru komnar af stað,“ segir Þórólfur. 

Trén við Laugaveg verða hins vegar skoðuð í samhengi við framkvæmdir á Laugavegi í heild og bíður það því enn um sinn.

Þegar aspartrén við Vonarstræti og Tjarnargötu voru fjarlægð árið 2011 voru ýmsar tegundir settar niður í staðinn, þar á meðal gráreynir, garðahlynur og skrautreynir. „Okkur finnst þetta hafa tekist ágætlega í kringum Ráðhúsið svo við erum að nota sömu aðferð núna,“ segir Þórólfur. Líklega verði því nokkrar gerðir reynitrjáa settar niður við Dómkirkjuna.

Þórólfur tekur fram að Reykjavíkurborg sé þó alls ekki búin að afskrifa öspina, en það þurfi að velja henni stað við hæfi. „Við erum að gróðursetja ösp í Borgartúninu núna því við teljum að hún sé það eina sem þrífst þar.“

Þórólfur bendir á að í Borgartúninu séu stór og mikil hús, víðara til veggja og því meira pláss fyrir krónuna á stórum trjám eins og ösp.

Þórólfur Jónsson er garðyrkjustjóri hjá Reykjavíkurborg.
Þórólfur Jónsson er garðyrkjustjóri hjá Reykjavíkurborg. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag
Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag mbl.is/Hreiðar Júlíusson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...