Aspartré felld við Dómkirkjuna

Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag.
Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag. Ljósmynd/Hreiðar Júlíusson

Um 20 aspartré voru felld við Dómkirkjuna og Alþingishúsið í miðborg Reykjavíkur í dag. Önnur tré verða gróðursett í staðinn. Þetta er gert í samræmi við úttekt garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar sem sýndi að fjölmörg tré sem gróðursett voru á 9. áratugnum eru illa farin og skemma gangstéttir.

„Við höfum verið að læra af reynslunni og erum í raun enn að þreifa okkur áfram með það hvaða tegundir er hægt að nota aðrar en ösp,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar. 

Fyrir nokkrum misserum voru aspir við Ráðhúsið fjarlægðar og fyrir liggur að það sama mun þurfa að gera við Laugaveg, þegar fram líða stundir. Tré af öðrum tegundum eru gróðursett í staðinn.

Trén glíma við ýmsa óáran

„Við þekktum ekki götutré þegar byrjað var á þessari gróðursetningu upp úr 1980. Þá var unnið eftir þeirri þekkingu sem menn höfðu þá og við höfðum ekki neina aðra tegund en ösp til að velja úr. Góð götutré þurfa að vera nægilega bein og há, þannig að krónan sitji hátt.“

Trén sem felld voru í dag voru orðin nokkuð há eins og sést á myndunum og var krónan á sumum þeirra komin utan í nærliggjandi hús. Þórólfur segir að stærðarhlutföllin séu svipuð milli krónu og rótarkerfis og voru rætur trjánna byrjaðar að lyfta gangstéttarhellum á svæðinu. Þá voru nokkur dæmi um að ekið væri á trén auk þess sem gamlar jólaseríur höfðu sumstaðar skorist inn í stofn og greinar.

„Það er alls konar óáran sem trén þurftu að kljást við og þegar þetta allt var samantekið var í raun bara tímaspursmál hvenær brugðist yrði við.“

Þegar trjánum var plantað var þeim áætlað ákveðið rótarrými og komið fyrir moldarfylltu röri neðanjarðar. Þórólfur segir að rótarrýmið sem trjánum í Kvosinni var ætlað hafi reynst allt of lítið.

„Í rauninni verður þetta eins og pottaplanta. En öspin er svo dugleg að hún finnur sér leiðir upp úr pottinum og inn í rýmið milli sands og hellna. Þetta er nokkuð sem er erfitt að eiga við.“

Ekki búið að afskrifa öspina

Aspartrén í Kvosinni eru ekki þau einu sem þurfa að víkja því fyrir liggur að það sama mun gerast við Laugaveg fyrr eða síðar. Stærstu aspartrén þar eru yfir 10 metra há.

„Laugavegurinn er stóra málið, trén þar eru mörg illa farin og það er orðið mikið vandamál með hellur. Það hafa orðið slys þar sem gangandi vegfarendur detta um hellur sem eru komnar af stað,“ segir Þórólfur. 

Trén við Laugaveg verða hins vegar skoðuð í samhengi við framkvæmdir á Laugavegi í heild og bíður það því enn um sinn.

Þegar aspartrén við Vonarstræti og Tjarnargötu voru fjarlægð árið 2011 voru ýmsar tegundir settar niður í staðinn, þar á meðal gráreynir, garðahlynur og skrautreynir. „Okkur finnst þetta hafa tekist ágætlega í kringum Ráðhúsið svo við erum að nota sömu aðferð núna,“ segir Þórólfur. Líklega verði því nokkrar gerðir reynitrjáa settar niður við Dómkirkjuna.

Þórólfur tekur fram að Reykjavíkurborg sé þó alls ekki búin að afskrifa öspina, en það þurfi að velja henni stað við hæfi. „Við erum að gróðursetja ösp í Borgartúninu núna því við teljum að hún sé það eina sem þrífst þar.“

Þórólfur bendir á að í Borgartúninu séu stór og mikil hús, víðara til veggja og því meira pláss fyrir krónuna á stórum trjám eins og ösp.

Þórólfur Jónsson er garðyrkjustjóri hjá Reykjavíkurborg.
Þórólfur Jónsson er garðyrkjustjóri hjá Reykjavíkurborg. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag
Aspartré voru felld við Dómkirkjuna í dag mbl.is/Hreiðar Júlíusson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
íÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4,...
Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter 316 CDI 4X4 àrg. 2016. Ekinn 11 þús km. Hátt og lágt drif...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...