Fór eina veltu og ók til Búðardals

Bíllinn er illa farinn eftir óhappið.
Bíllinn er illa farinn eftir óhappið. Ljósmynd/budardalur.is

Rjúpnaveiðimaður á lítilli jeppabifreið komst í hann krappann í gær þegar hann missti stjórn á bifreiðinni í hálku með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og fór eina veltu.

Óhappið varð skammt vestan við Búðardal vestan við ánna Ljá. Bifreiðin hafnaði á hjólunum og slapp ökumaðurinn ómeiddur.

Ökumaðurinn skipti um eitt dekk sem hafði affelgast við óhappið en síðan ók hann bifreiðinni nokkra kílómetra til baka í Búðardal þar sem hann gerði vart við sig.

Frá þessu er sagt á vefnum budardalur.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert