Geti boðið fram einn lista í Reykjavík

Meðal flutningsmanna eru Össur Skarphéðinsson og Sigrún Magnúsdóttir.
Meðal flutningsmanna eru Össur Skarphéðinsson og Sigrún Magnúsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tíu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem veitir stjórnmálasamtökum heimild til að bjóða fram einn framboðslista í Reykjavík.

Þingmennirnir eru allir úr Reykjavík. Þeir eru úr VG, Samfylkingu, Framsóknarflokki og Pírötum. Fyrsti flutningsmaður er Árni Þór Sigurðsson.

Ef frumvarpið verður að lögum mega stjórnmálasamtök leggja fram einn sameiginlegan framboðslista vegna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja. Fjöldi frambjóðenda á slíkum lista skal þá vera tvöfaldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert