Innbrotsþjófar börðu mann

Lögreglan.
Lögreglan. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Tveir lettneskir karlmenn eru í haldi lögreglunnar á Selfossi og er til skoðunar að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim. Mennirnir eru börðu meðal annars sumarbústaðaeiganda í gærkvöldi. Sá hlaut mikinn skurð í andliti og er grunur um rifbeinsbrot. Mennirnir eru auk árásarinnar grunaðir um innbrot í sumarbústaði.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að um klukkan níu í gærkvöldi hafi lögreglu verið tilkynnt um að þjófavarnakerfi hafi farið í gang í sumarbústað í Reykjaskógi í Bláskógabyggð. Lögreglumenn héldu þegar áleiðis á vettvang en á leið sinni hringdu þeir í mann sem fór að Reykjaskógi til að huga að innbrotsþjófum. „Í símanum heyrðist  að mikið gekk á, hróp og öskur á erlendri tungu.“

Maðurinn hafði þá hitt tvo útlenska karlmenn við símahlið á veginum inn í Reykjaskóg. Hann bað þá að bíða þar til lögregla kæmi á staðinn, en þeir réðust þá á hann með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð í andliti og er hugsanlega rifbeinsbrotin. Manninum tókst að ná niður skráninganúmeri bíls árásarmannanna og fundu lögreglumenn hana við Úthlíð.

Annar mannanna hefur tvívegis verið staðinn að gripdeild í verslunum í Árnessýslu.  Annars vegar í ferðamannaverslunum á Geysi og Gullfossi og hins vegar í Hagkaup og Tölvulistanum á Selfossi.

Í ljósi alvarleika málsins var þegar á frumstigi leitað eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki kemur þó fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi hvort umrætt embætti hafi nokkuð komið að málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert