Farin verði blönduð leið

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. mbl.is/Golli

Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldalækkun heimilanna verði kynntar þingflokkunum í næstu viku. „Mér skilst að þetta verði einhver blönduð leið; blönduð leið áherslu þessara tveggja ríkistjórnarflokka,“ sagði Óskar er hann var gestur í þættinum Vikulok á Rás 1 í morgun.

Óskar útskýrði ekki nánar hvað felist í þessari blönduðu leið.

Fram kom í viðtalinu að um 20 manns vinni að skuldalækkunartillögum í nokkrum hópum. „Það verður gaman að sjá hvernig þessar tillögur líta út. Mér finnst ekkert skrítið að þjóðin standi á öndinni og bíði eftir þessum tillögum,“ sagði Óskar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert