Banna síma á ríkisstjórnarfundum

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands þurfa nú að geyma farsíma sína í merktum umslögum meðan þeir sitja á ríkisstjórnarfundum. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum sínum og hafa heimildir mbl.is staðfest þerra.

Þetta er gert til að tryggja að ekki sé hægt að nýta síma þeirra sem hlerunarbúnað.

Samkvæmt fréttinni er hægt er að taka upp hljóð á síma án þess að notandi hans verði var við það með nokkrum hætti. Gripið er til þessarar aðgerðar til að auka öryggi ríkisstjórnarinnar, en mbl.is hefur áður greint frá því að bílstjórar ráðherra eru nú jafnframt öryggisverðir þeirra.

Bílstjórar ráðherra jafnfram öryggisverðir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert