Halldór: „Myndi ekki afnema skipulagið“

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ómar Óskarsson

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að 80-90% sátt sé um nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem samþykkt var í gær í borgarstjórn. Á fundi um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins var hann spurður út í það hvort hann myndi vinna að því afnema skipulagið kæmist Sjálfstæðisflokkurinn til valda í næstu kosningum. Halldór sagði að hann myndi ekki gera það, en að endurskoða þyrfti ákveðna hluta þess og nefndi hann í því sambandi sérstaklega flugvöllinn.

„Mér finnst þetta aðalskipulag að langmestu leiti vera gott,“ sagði Halldór og sagði mikinn tíma og vinnu hafa farið í vinnslu þess. Hann taldi ekki rétt að bylta því eða henda, en að nokkur mál þörfnuðust skoðunar. „Ég myndi ekki afnema skipulagið, en endurskoða hluta þess,“ sagði Halldór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert